Persónuvernd

Mikil áhersla er lögð á að tryggja persónuvernd þeirra sem taka þátt í vísindarannsóknum á heilbrigðissviði hér á landi. Sérstakur kafli í umsókn til siðanefnda fjallar um persónuvernd, öflun og meðferð viðkvæmra upplýsinga. Vegna smæðar þjóðfélagsins eru einatt gerðar meiri kröfur í þessu efni hér á landi en í öðrum löndum þar sem minni hætta er á að kennsl verði borin á einstaklinga vegna meiri mannfjölda.

Lög nr 90/2019 um persónuvernd hafa að geyma ákvæði sem rannsakendur þurfa að fylgja og eru þátttakendur og rannsakendur hvattir til þess að kynna sér lög og reglur um persónuvernd, sjá heimasíðu Persónuverndar.